Borða hafragraut, taka lýsi og mæta á kjörstað

Geip stjórnmálaflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðsluna kemur ekki á óvart. Bersyndugur formaður Sjálfstæðisflokksins stekkur á vagninn og rekur upp heróp, líkt og flokkur hans væri brjóstvörn lýðræðis í landinu og hefði aldrei nálægt icesave komið. Sama gerir formaður flokksins sem stal Búnaðarbankanum af þjóðinni og færði gæðingum sínum.

Ætla mætti að ofstækisfyllstu áhangendur Samfylkingarinnar héldu að hægt hefði verið að láta icesave hverfa með því að skrifa orðalaust undir nauðungarsamningana. Helst óséða, eins og til stóð. Og hreint magnað hefur verið að fylgjast með því hvernig einstrengingslegur málflutningur flokkshestanna hefur spilað upp í hendurnar á gömlu spillingarflokkunum. Fáránleikinn náði hæstu hæðum þegar lýst var yfir ótakmarkaðri og siðferðilegri ábyrgð almennings á öllu heila icesave-klabbinu, og að honum bæri að borga á þeim forsendum. Ónæmi Samfylkingarinnar fyrir pólitísku andrúmslofti og tilfinningum almennings er stórbrotið.

Dapurleg er síðan marklaus yfirlýsing forsætisráðherra landsins, Jóhönnu Sigurðardóttur, sem hvetur almenning til þess að sitja heima í þjóðaratkvæðagreiðslu sem Stjórnarskrá Íslands mælir fyrir um.

Þótt íslenskum stjórnmálamönnum hafi farist flest illa úr hendi undanfarin ár, þá hafa þeir sérstakt lag á að sundra almenningi, sjálfum sér til hagsbóta. Tvístra fólki eins og hænsnum. Þar eru þeir á heimavelli.

Manni koma í hug orð Robert Z. Aliber, professor emeritus við háskólann í Chicago, um íslenska embættismenn og stjórnmálamenn. Við værum ekki með lakara lið þótt við hefðum valið það af handahófi úr símaskránni.

Íslenskar dyggðir sem eftir eru: Borða hafragraut, taka lýsi og mæta á kjörstað. Kvak úrsérgengnustu stjórnmálaflokka Norður-Evrópu skulu engu breyta um það.

Facebook

0 Responses to “Borða hafragraut, taka lýsi og mæta á kjörstað”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: