Kjósendur gefa út dánarvottorð fjórflokksins

Um helmingur kjósenda segist ýmist ætla að skila auðu, sleppa því að kjósa, eða er óviss um hvaða flokkur myndi fá atkvæði sitt ef kosið yrði nú. Kjósendur hafa gefið út dánarvottorð fjórflokksins. Núverandi flokkakerfi hefur að vísu ekki hætt að sprikkla og er enn stórhættulegt þjóðinni, en það eru dauðakippir.

Hvað viltu kjósa af þessu:  Íhald, framsókn, Samfylkingu eða Vg? Þegar svona er spurt,  svara kjósendur af gömlum vana og prósentuskiptingin verður hefðbundin. Hingað til hefur það verið túlkað sem svo að fjórflokkurinn sé við hestaheilsu og allt í himna lagi. (Besti flokkurinn skók reyndar nokkuð þá blekkingu).

Hvað gerðist væru kjósendur spurðir: Hefur þú trú á íslenskum stjórnmálaflokkum? Þá myndu 80-90% þeirra segja: Nei, enga.

Íslensk stjórnmál eru afgirt á fjóra vegu. Hjörðin hleypur fram og til baka, ráðvillt í lokuðu hólfi og kemst ekki út. Hér ríkir djúpstæð stjórnmálakreppa. Ef nokkurn tímann er þörf á utanþingsstjórn, þá er það við núverandi aðstæður. Utanþingsstjórn hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Þess í stað var látið reka á reiðanum. Staðan er því orðin heldur verri en áður og þörfin brýnni.

Landið þarf ríkisstjórn skipaða fólki sem ekki á sæti á Alþingi og stendur utan stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum, landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenningur getur treyst og borið virðingu fyrir. Nóg er af trúverðugu fólki úti í samfélaginu en stjórnmálaflokkarnir og Alþingi búa við fordæmalaust vantraust. Það er bláköld staðreynd sem þingmönnum ber að horfast í augu við. Rakið er að óska eftir því að þau sem sátu í rannsóknarnefnd Alþingis taki sæti í ríkisstjórn. Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson hafa áunnið sér traust og virðingu almennings og þekkja ástand samfélagsins betur en flestir aðrir.

Utanþingsstjórn útlistaði ég á sínum tíma  hér >>

(Síðan þá hefur trú mín á þingmenn Samfylkingar og Vg. veikst verulega).

Facebook

1 Response to “Kjósendur gefa út dánarvottorð fjórflokksins”


  1. 1 Louis Marotta, M.D. júní 16, 2011 kl. 21:46

    Þetta sviði og einlæg maður mun gera góður leiðtogi.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: