Viðvörun frá WHO: Meðvirkni breiðist hratt út

Í guðsbænum látið þetta berast.

Landlæknisembættið hefur fengið viðvörun frá Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni WHO. Að athuguðu máli var ákveðið að flytja inn 500 þúsund skammta af bóluefni gegn meðvirkni.

Sjúkdómurinn hefur verið landlægur á Íslandi um ára bil en hans varð síðast verulega vart meðal klerka árið 1996. Í gær gaus sjúkdómurinn síðan aftur upp af miklum krafti, fyrst í Ölvesinu en barst þaðan um allt höfuðborgarsvæðið. Veikin virðist bæði stéttvís og flokksholl, og leggst að þessu sinni sérlega þungt á klíkuráðna embættismenn, fyrrum ráðherra og áhangendur tiltekinna stjórnmálaflokka.

Einkenni sjúkdómsins eru ruglingslegt tal, tilefnislaus hneykslun og hitasóttarleg afneitun á staðreyndum.

Þeim sem finna fyrir einkennum er ráðlagt að hafa hægt um sig heima fyrir og láta færa sér flóaða mjólk á sængina.

Facebook

2 Responses to “Viðvörun frá WHO: Meðvirkni breiðist hratt út”


  1. 1 Jóhannes Laxdal september 13, 2010 kl. 22:08

    Lækningin er heiðarleiki Hjörtur. þetta hafa alkóhólistar og fjölskyldur þeirra lengi vitað. En ég hef meiri áhyggjur af siðleysinu sem grasserar um allt þjóðfélagið. Við erum að missa tökin á svo mörgum sviðum.

  2. 2 Hjörtur Hjartarson september 13, 2010 kl. 23:07

    Já, meðvirkni er víst nátengd alkóhólisma. Ég er sammála þér um að lækningin felst í heiðarleika, að horfast í augu við hlutina en líta ekki undan.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: