Svona á að kjósa, segir Rousseau

Í dag munu ákvæði 26. greinar Stjórnarskrár Íslands í fyrsta sinn – og líklega síðasta – ná fram að ganga. Sögulegar rætur greinarinnar má að minnsta kosti rekja til Rousseaus og frönsku byltingarinnar. Rousseau hélt því fram að löggjafarvaldið tilheyrði almenningi og engum öðrum og allar aðgerðir framkvæmdavaldsins væru, eða ættu að vera, lög. Þessar staðhæfingar hvíla á þeirri forsendu Rousseaus að fullveldið verði hvorki framselt né því skipt upp og að fullveldið sé aðeins framkvæmd almannaviljans. Hann gaf ekkert fyrir það sem við nefnum fulltrúalýðræði.

Almannavilji Rousseaus er ekki það sem hver og einn vill útaf fyrir sig. Almannavilji tekur mið af sameiginlegum hagsmunum en vilji hvers einstaklings tekur mið af einkahagsmunum.

Flokkadrættir og sérhagsmunir spilla fyrir því að almannaviljinn nái fram að ganga. „Til þess að tjáning almannaviljans komist vel til skila er því mikilvægt að ekki sé til sérstakt samfélag innan ríkisins og að sérhver borgari taki ákvarðanir eftir sannfæringu sinni.“ Kenning heimspekingsins John Rawls um réttlæti á sér skíra samsvörun í þessari hugmynd Rousseaus, þar sem hver einstaklingur tekur afstöðu án þess að vita nokkuð um hverjir einkahagsmunir hans séu. Þannig myndu svonefndir kvótagreifar t.d. greiða atkvæði um kvótakerfið án þess að hafa hugmynd um að þeir ættu kvóta. Rawls talar um að greiða atkvæði bakvið tjald fávísi (e. veil of ignorance).

Í dag eigum við að hefja okkur upp yfir litla, eigingjarna og hégómlega egóið og vera borgarar í samfélagi sem við öll berum ábyrgð á.  Við eigum að kjósa. Ekki út frá því hvort það komi Ólafi Ragnari eða Steingrími eða Jóhönnu eða Sjálfstæðisflokknum eða Framsóknarflokknum vel eða illa, heldur því sem við teljum í einlægni að komi samfélagi okkar vel. Sjálfum okkur og eftirkomendum.

Facebook

0 Responses to “Svona á að kjósa, segir Rousseau”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: