Archive for the 'Hrunið' CategoryUtanþingsstjórn, neyðarstjórn

Koma þarf á neyðarstjórn* á Íslandi, stjórn sem nýtur trausts almennings og umheimsins. Stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamenn njóta hvorugs, heldur búa við megna tortryggni og andúð. Sama er að segja um stjórnsýslu landsins. Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar.

Neyðarstjórnin þarf að fá afmarkaðan tíma til þess að vinna að eftirfarandi verkefnum:

1. Neyðarráðstöfunum í efnahagsmálum

2. Rannsókn á efnahagshruninu

3. Endurskipulagningu stjórnsýslunnar

4. Stjórnlagaþingi

Neyðarstjórn verður skipuð fólki utan þings og nýtur almennrar virðingar og trausts meðal þjóðarinnar. Stjórnin mun fá til liðs við sig færustu sérfræðinga innan lands og utan.

Þegar stjórnlagaþing hefur skilað af sér drögum að nýrri stjórnarskrá, verða þau borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki þjóðin drögin verður stofnað nýtt lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár og boðað til alþingiskosninga.

Tímabært er að snúa baki við gömlu, úrsérgengnu stjórnmálakerfi og reisa kröfuna um utanþingsstjórn. Fulltrúar á Alþingi þurfa að þekkja sinn vitjunartíma og verja slíka stjórn falli.

* Neyðarstjórn almennings er utanþingsstjórn sem forseti Íslands skipar og meirihluti Alþingis sættir sig við.

Facebook

Opinberar vitnaleiðslur yfir ráðamönnum

Furðulegt er að stjórnvöld hafi ekkert gert til þess að kynna almenningi skipulega hvernig málum er háttað í sambandi við rannsóknarnefnd Alþingis, sérstakan saksóknara og aðra þætti sem varða rannsókn efnahagshrunsins. Þess vegna hefur ýmis misskilningur komist á flot, eins og sá að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis verði ekki birt almenningi í heild sinni. Skýrslan verður birt í heild og aldrei neitt annað staðið til.  Það hefur líka alltaf legið fyrir að fyrrum ráðherrar, Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson, yrðu ekki dregnir fyrir landsdóm. Sama á við um t.d. Valgerði Sverrisdóttur og  Siv Friðleifsdóttur.

Þótt ráðherrar og embættismenn verði ekki ákærðir, má ná til þeirra með öðrum hætti.

Opinberar vitnaleiðslur er aðferð til þess að gera upp mál og ná sáttum. Þær eru nauðsynlegur þáttur í endurreisn landsins. Slíkar vitnaleiðslur ættu að fara fram á grundvelli skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og annarra viðeigandi upplýsinga. Almenningur á rétt á að heyra, frá fyrstu hendi, skýringar stjórnmálamanna, embættismanna og annarra á einstökum atriðum sem talin eru hafa leitt til efnahagshruns á Íslandi. (á einkavæðingu bankanna t.d.).

Opinberar vitnaleiðslur er aðferð til þess að gera upp mál og ná sáttum. Opinberar vitnaleiðslur færu aðeins fram yfir þeim sem ekki væri réttað yfir af dómstólum. Vitnaleiðslurnar ættu að fara fram á grundvelli skýrslu rannsóknarnefndar og annarra viðeigandi upplýsinga. Almenningur fengi þannig að heyra, frá fyrstu hendi, skýringar stjórnmálamanna, embættismanna og annarra á einstökum atriðum sem talin eru hafa leitt til efnahagshruns á Íslandi. (einkavæðingu bankanna t.d.).

Facebook%d bloggurum líkar þetta: