Archive for the 'Hrunið' Category„Strákarnir okkar“

Í myndnni Maybe I should have sögðu þeir Robert H. Wade og Willam K. Black að enginn hefði verið handtekinn vegna bankahruns í Bretlandi eða Bandaríkjunum, og að ekki virtist stefna í það. Það er rétt. Aðeins almenningur verður dreginn til ábyrgðar vegna bankahrunsins, eins og almenningur á Íslandi veit best. Á meðan er verið að tjasla saman hinu hrunda kerfi þannig að halda megi áfram og sömu braut og endurtaka leikinn. Hins vegar er klárt mál, að reginmunur er á Íslandi annars vegar og BNA og Bretlandi hins vegar. Að ekki sé talað um Norðurlönd. Þar hrekkur réttarkerfið í gang þegar menn eru staðnir að verki með blóðugar lúkurnar. „Strákarnir okkar“ væru margir þegar komnir bakvið rimla hefðu þeir rústað efnahag BNA eða Bretlands, og rakið ríkisfang sitt þangað.

Á Íslandi er spillingin samansúrruð við stjórnmálastéttina,  stjórnmálaflokkana og stjórnkerfið sjálft. Einkavinir, peningagjafir, kúlulán, óheppilegar skálaræður, vafasamar fyrirgreiðslur … . Menn geta átt óþægilegar upplýsingar á hættu, gangi þeir hart fram gegn „Strákunum sínum.“

Það er vandasamt að túlka gamla texta, en þeir geta verið inspírerandi þótt deila megi um hinn hárrétta skilning. Mér finnast þessi orð Rousseaus varpa ljósi á vanda landsins, Alþingis:

„Misbeiting laganna af hálfu stjórnvalds er skárri en spilling löggjafans, sem er óbrigðul afleiðing sértækra sjónarmiða. Þegar slík spilling grípur um sig breytist ríkið í innsta kjarna sínum og ómögulegt verður að koma á minnstu umbótum.“

Ef til vill ættu stjórnmálamenn að íhuga kosti utanþingsstjórnar. Maybe they should.

Facebook

Icesave og siðferði

Fullyrðingin um að Íslendingar beri siðferðilega ábyrgð á icesave-hneykslinu er vafasöm. En út frá því vilja margir réttlæta fyrirliggjandi icesave-samninga og lög um ríkisábyrgð.

  • Lagalegar forsendur fyrir ríkisábyrgð eru ekki fyrir hendi og aðeins hæpnar lagalegar forsendur fyrir skuldinni sjálfri.
  • Algjörlega er litið framhjá mögulegri ábyrgð Hollendinga og Breta, og ekkert mið er tekið af hugsanlega gölluðu regluverki ESB eða yfirlýstum pólitískum markmiðum sambandsins.
  • Engin dyggð felst í því að ábyrgjast borgun sem maður hefur enga hugmynd um hvort maður geti innt af hendi, eða hvort einhver annar þarf að standa við hana. Þvert á móti.
  • Engin dyggð felst í því að tálga íslenskt samfélag inn að beini á ofantöldum forsendum. Þvert á móti. Það er í senn ábyrgðarlaust og ósiðlegt.

Ef rétt er að samþykkja ríkisábyrgðina á grundvelli fyrirliggjandi samninga, þá er það ekki af siðferðilegum ástæðum.

Síðan er mál útaf fyrir sig, en samt óaðskiljanlegt icesave, að stærstu gerendur í hneykslinu virðast eiga að komast upp með þessa „bankastarfsemi“ sína refsilaust. Ríkisstjórn Íslands er meiraðsegja svo firrt að hún hyggst greiða fyrir frekari umsvifum fyrrum stærsta eiganda Landsbanka Íslands hf. með skattaívilnunum. Og ekki stefnir í að stjórnmálamenn verði dregnir til siðferðilegrar eða lagalegrar ábyrgðar. Íslenskur almenningur er einn gerður ábyrgur. Það er siðlaust.

Ábyrgð íslenskra kjósenda á gjörðum stjórnmálamanna er skemmtilegast að skoða í samhengi við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Meira um það síðar.

Facebook

Óraunsæ hugmynd Egils Helgasonar og Ögmundar

Egill ræddi við Ögmund Jónasson í Silfrinu. Báðir voru á því að nú þyrftu stjórnmálaflokkarnir að snúa bökum saman í icesave-deilunni. Raunalegt væri að horfa upp á hvernig flokkarnir reyndu, hver og einn, að nýta sér ástandið. Þetta er alveg rétt. Vandinn er sá að flokkarnir eru sjálfir margflæktir í icesave-hneykslið og önnur hrunsmál. Án þess að ýkja stórkostlega væri hægt að segja að Landsbankinn hf. hafi verið  gerður út af Sjálfstæðisflokknum, og Framsóknarflokkurinn hafi fengið Kaupþing. Styrkir banka og fjármálafyrirtækja til einstakra frambjóðenda og stjórnmálaflokka leyfa fyllilega vangaveltur um hve langt inn í raðir þingmanna spillingin nái. Vilja flokkarnir allt upp á borðið? Örugglega ekki. Almenningur þarf að berja þá til þess. Jafnvel víkja þeim til hliðar.

Facebook

Ólafur Ragnar bjargaði ríkisstjórninni

Margir fórnuðu höndum þegar forseti Íslands synjaði icesave-lögunum staðfestingar. Töldu ekki aðeins að það setti hér allt í kaldakol, heldur væri synjunin  fjandsamleg ríkisstjórninni. Það var óraunsætt mat.  Hefði icesave-lögunum verið troðið ofan í kokið á almenningi, með því fororði að hann bæri ábyrgð á öllu heila klabbinu, væri það ávísun á vandræði. Á þetta var bent þegar skorað var á forsetann í sumar að vísa málinu til þjóðarinnar:
„[…]  engin ríkisstjórnin mun komast heil frá því að sniðganga almenning í málinu, að almenningi verði skipað að axla byrðarnar og þegja. Hér yrði ólíft fyrir klögumálum og svikabrigslum og samfélagið ekki til stórræðanna.“
http://vefblod.visir.is/index.php?s=3281&p=78198

Soðið hefði upp úr á Íslandi í febrúar, mars eða apríl,  ef forsetinn hefði staðfest lögin. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefur gefið landsmönnum raunhæfa von um sanngjarnari lyktir icesave-hneykslisins, og létt á spennunni.  Ólafur Ragnar bjargaði lífi ríkisstjórnarinnar með því að skjóta málinu til þjóðarinnar. Synjunin dregur einnig úr líkum á uppþotum.

Þá hefur synjunin opnað dyr sem ríkisstjórninni ber að notfæra sér. Augljós kostur er að draga ESB að samningaborðinu. Icesave varðar innri markaðinn, og það er himinhrópandi mótsögn að samningarnir líti út eins og tvíhliða milliríkjasamningar. Milli Íslendinga og Hollendinga, annars vegar, og Íslendinga og Breta hins vegar.

Facebook

Icesave frekar en skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Verði moldviðri! Verði þoka!

Með kveðju frá Bessastöðum og Hádegismóum og þingflokki Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Samfylkingar og Vinstri grænna.

Facebook

Ólafur kom á óvart …

og nú þarf almenningur að halda höfði og gæta þess að láta ekki draga sig í dilka. Við erum ekki laus við Icesave.

Brýnt er að gera upp hrunið og (icesave) reikningana við þá sem mesta ábyrgð bera á því.

Facebook

Þjóðfélagslegt réttlæti eða uppreisn

Nú styttist í að forseti Íslands mundi pennann og skrifi undir ríkisábyrgð vegna icesave-hneykslisins. Þar með er skaðanum af alþjóðlegri glæpastarfsemi Landsbanka Íslands hf. velt yfir á íslenskan almenning. Banka sem fyrrum forsætisráðherra landsins færði  þekktum fjárglæframönnum til að tryggja hagsmuni flokks síns og klíkubræðra. Niðurstaðan er rökrétt að því leyti að starfsemi bankans fór fram í skjóli íslenskra stjórnvalda og innan regluverks Evrópusambandsins, sem stjórnvöld höfðu gengist undir.  – Gott og vel.

Það sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður að átta sig á, er eftirfarandi:
Stjórvöld munu ekki komast upp með að velta óréttlátum byrðum yfir á almenning og samtímis bjóða velkomna og veita skattaafslátt þeim sem ættu með réttu að axla byrðarnar, og hafa auk þess stórskaðað samfélagið. Gera þarf upp við hrunið með allt öðrum hætti en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar virðist stefna að. Lífsspursmál fyrir stjórnina er að tala skýrt og ganga rösklega til verks. Er ríkisstjórnin fær um það?

Nái ekkert réttlæti fram að ganga í sambandi við icesave-hneykslið, verður uppreisn á Íslandi. Vonandi.

Facebook%d bloggurum líkar þetta: