Archive for the 'Ráðlagður dagskammtur' Category

Hjörtur Hjartarson og málefnin – 3 3 0 4

3304 Hjörtur Hjartarson er frambjóðandi til stjórnlagaþings

Kynning á frambjóðanda til stjórnlagaþings númer
3 3 0 4 – gjörðu svo vel!

Málefnin og maðurinn:

Ef þér líst á manninn og málefnin, vinsamlega bentu þá öðrum á þessa síðu. Aðeins þannig hefst það. – Ég set traust mitt á kjósendur.

Facebook

Pistlar tengdir stjórnlagaþingi:

Þú ert velkominn á síðu mína á Facebook og mátt ýta á „Like“ hnappinn:

Hjört Hjartarson á stjórnlagaþing

Ég blogga á DV:

http://www.dv.is/blogg/hloduveggur/

Ég hef flutt bloggið mitt yfir á DV, en bendi á nokkra pistla á þessu bloggi sem ég tel að geti verið áhugaverðir í sambandi við stjórnlagaþing:

Facebook

Fluttur viljugur á DV

Hjörtur HjartarsonÉg blogga á dv.is.

http://www.dv.is/blogg/hloduveggur/

Á meðan geri ég líklega hlé á bloggi mínu hér. Mig langar því að benda á nokkrar færslur á þessu bloggi sem ég tel að geti verið áhugaverðar í sambandi við stjórnlagaþing:

Rétt er að geta þess, að mér var boðið að blogga á DV áður en ég upplýsti um eða ákvað að bjóða mig fram til stjórnlagaþings.

Nú skrifa ég á Hlöðuvegg

Facebook

Hjört Hjartarson á stjórnlagaþing

Hjörtur Hjartarson rakleiðis á þing

Gott fólk.

Ég býð mig fram til stjórnlagaþings. Þá ákvörðun tók ég fyrir um viku síðan. Fleiri en færri af vinum mínum og kunningjum virtust gera ráð fyrir sérstökum skýringum, ef ég ætlaði ekki að bjóða mig fram. Ég gat engar gefið. Í hugann komu aðeins þessar venjulegu efasemdir, hef ég tíma, peninga, þori ég, vil ég, get ég?

Ég mun keppa að því að ná kjöri eftir því sem ég get og kann. Fyrst og fremst verð ég þó að stóla á þau ykkar sem hafið trú á þeim meginsjónarmiðum sem ég hef haldið á lofti opinberlega árum saman, bæði í orði og verki. Þið eruð ekki endilega mörg sem hafið tekið eftir brambolti mínu, en fáein viðurkenningarorð frá ykkur hafa iðulega forðað því að kjarkur minn bilaði. – Ósk mín er sú að þið nefnið nafn mitt á næstu vikum og hvetjið vini og ættingja til að kynna sér sjónarmið mín. Og kjósa mig, auðvitað þann 27. nóvember.

Fyrir ykkur hin, sem vitið engin deili á mér, mun ég taka saman ágrip af pólitískri ævisögu minni. Vonandi kemst ég í það á næstu dögum.

Ég býð mig fram til stjórnlagaþings af því ég hef þá sannfæringu, að heilbrigt samfélag á Íslandi verði aðeins byggt upp með hreint borð og á nýjum grunni. Í því felst tvennt. Í fyrsta lagi afdráttarlaust uppgjör við hrunið. Í öðru lagi, að Íslendingar semji sér eigin stjórnarskrá. Stjórnlagaþingið er tækifæri sem við hreinlega verðum að færa okkur í nyt.

Raunveruleg þrískipting ríkisvalds, lýðræði og jafnrétti eru lykillinn að því að losa um skaðleg tök sérhagsmunaafla á íslensku samfélagi. Skýra þarf mörk framkvæmdavalds og löggjafarvalds og auka áhrif kjósenda. Þjóðin þarf sjálf að geta gripið inn í mál á hverjum tíma og varið mikilvægustu hagsmuni sína.
Þessi atriði mun ég skýra betur á næstu vikum.

Nánari upplýsingar verður að finna á facebook síðu minni og á þessu bloggi.

Baráttukveðjur,
Hjörtur Hjartarson

Facebook

Hjört Hjartarson á stjórnlagaþing

Kjósendur gefa út dánarvottorð fjórflokksins

Um helmingur kjósenda segist ýmist ætla að skila auðu, sleppa því að kjósa, eða er óviss um hvaða flokkur myndi fá atkvæði sitt ef kosið yrði nú. Kjósendur hafa gefið út dánarvottorð fjórflokksins. Núverandi flokkakerfi hefur að vísu ekki hætt að sprikkla og er enn stórhættulegt þjóðinni, en það eru dauðakippir.

Hvað viltu kjósa af þessu:  Íhald, framsókn, Samfylkingu eða Vg? Þegar svona er spurt,  svara kjósendur af gömlum vana og prósentuskiptingin verður hefðbundin. Hingað til hefur það verið túlkað sem svo að fjórflokkurinn sé við hestaheilsu og allt í himna lagi. (Besti flokkurinn skók reyndar nokkuð þá blekkingu).

Hvað gerðist væru kjósendur spurðir: Hefur þú trú á íslenskum stjórnmálaflokkum? Þá myndu 80-90% þeirra segja: Nei, enga.

Íslensk stjórnmál eru afgirt á fjóra vegu. Hjörðin hleypur fram og til baka, ráðvillt í lokuðu hólfi og kemst ekki út. Hér ríkir djúpstæð stjórnmálakreppa. Ef nokkurn tímann er þörf á utanþingsstjórn, þá er það við núverandi aðstæður. Utanþingsstjórn hefði raunar átt að skipa í síðasta lagi daginn eftir að skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis kom út. Þess í stað var látið reka á reiðanum. Staðan er því orðin heldur verri en áður og þörfin brýnni.

Landið þarf ríkisstjórn skipaða fólki sem ekki á sæti á Alþingi og stendur utan stjórnmálaflokka. Með öðrum orðum, landið þarfnast ríkisstjórnar sem almenningur getur treyst og borið virðingu fyrir. Nóg er af trúverðugu fólki úti í samfélaginu en stjórnmálaflokkarnir og Alþingi búa við fordæmalaust vantraust. Það er bláköld staðreynd sem þingmönnum ber að horfast í augu við. Rakið er að óska eftir því að þau sem sátu í rannsóknarnefnd Alþingis taki sæti í ríkisstjórn. Páll Hreinsson, Sigríður Benediktsdóttir og Tryggvi Gunnarsson hafa áunnið sér traust og virðingu almennings og þekkja ástand samfélagsins betur en flestir aðrir.

Utanþingsstjórn útlistaði ég á sínum tíma  hér >>

(Síðan þá hefur trú mín á þingmenn Samfylkingar og Vg. veikst verulega).

Facebook

Jóhanna Sigurðardóttir villir um fyrir almenningi

það er erfitt að ræða mál án þess að grundvallarforsendur séu hafðar til hliðsjónar. Enn erfiðara þegar unnið er að því að koma í veg fyrir vitlega umræðu, eins og gert hefur verið í sambandi við landsdóm og fyrrum ráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar.

Þegar Jóhanna og Geir og Ingibjörg spyrja hvort ráðherrarnir fjórir hefðu getað komið í veg fyrir hrunið, þá er það gert til þess að villa um fyrir fólki. Enginn hefur haldið því fram að ráðherrarnir hefðu getað komið í veg fyrir hrunið. Kæruefnin ganga alls ekki út á það.

Um kæruefnin má lesa í fjórum færslum sem birtar eru á undan þessari færslu:

Málshöfðun gegn Geir H. Haarde – Kæruatriði >>

Málshöfðun gegn Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur – Kæruatriði >>

Málshöfðun gegn Árna Mathiesen – Kæruatriði >>

Málshöfðun gegn Björgvini G. Sigurðssyni – Kæruatriði >>

 • P. S. Í réttarríkjum er fólk ekki ákært eftir geðþótta. Ákæra gegn einum getur ekki byggst á því að einhver annar sé ákærður eða ekki ákærður. Menn eru jafnir fyrir lögum. Enginn stendur ofar lögum, eins og Jónas Bjarki fékk að kynnast. Um það má lesa hér >>

Facebook

Málshöfðun gegn Björgvini G. Sigurðssyni – Kæruatriði

D. Málið er höfðað á hendur Björgvin G. Sigurðssyni, fyrrverandi viðskiptaráðherra, fyrir brot framin á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, aðallega fyrir brot gegn lögum um ráðherraábyrgð, nr. 4/1963, en til vara fyrir brot gegn 141. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.

I.
 • Fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem viðskiptaráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við með því að beita sér fyrir aðgerðum, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins.
 • Fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða tillögum um þær til annarra ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli.
 • Fyrir að hafa vanrækt að hafa frumkvæði að virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi.
 • Fyrir að hafa ekki fylgt því eftir og fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave-reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins.
Framangreind háttsemi þykir varða við b-lið 10. gr., sbr. 11. gr., laga nr. 4/1963, en til vara við 141. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940.

II.
 • Fyrir að hafa á framangreindu tímabili látið farast fyrir að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Á þessu tímabili var lítið fjallað á ráðherrafundum um hinn yfirvofandi háska, ekki var fjallað formlega um hann á ráðherrafundum og ekkert skráð um þau efni á fundunum. Var þó sérstök ástæða til þess, einkum í ljósi upplýsinga sem hann fékk af fundum samráðshóps stjórnvalda um fjármálastöðugleika og viðbúnað og í kjölfar fundar hans og Alistairs Darling í London 2. september 2008. Viðskiptaráðherra átti ekki frumkvæði að formlegum ráðherrafundi um ástandið né heldur gaf hann ríkisstjórninni sérstaka skýrslu um vanda bankanna eða hugsanleg áhrif hans á íslenska ríkið.
Þykir þetta varða við c-lið 8. gr., sbr. 11. gr., laga nr. 4/1963, en til vara við 141. gr. almennra hegningarlaga.

Facebook

Málshöfðun gegn Árna Mathiesen – Kæruatriði

C. Málið er höfðað á hendur Árna M. Mathiesen, fyrrverandi fjármálaráðherra, fyrir brot framin á tímabilinu frá febrúar 2008 og fram í októberbyrjun sama ár, af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi, aðallega fyrir brot gegn lögum um ráðherraábyrgð, nr. 4/1963, til vara fyrir brot gegn 141. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, en til þrautavara fyrir brot gegn 141. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga.

I.
 • Fyrir að hafa sýnt af sér alvarlega vanrækslu á starfsskyldum sínum sem fjármálaráðherra andspænis stórfelldri hættu sem vofði yfir íslenskum fjármálastofnunum og ríkissjóði, hættu sem honum var eða mátti vera kunnugt um og hefði getað brugðist við með því að beita sér fyrir aðgerðum, löggjöf, útgáfu almennra stjórnvaldsfyrirmæla eða töku stjórnvaldsákvarðana á grundvelli gildandi laga í því skyni að afstýra fyrirsjáanlegri hættu fyrir heill ríkisins.
 • Fyrir að hafa látið undir höfuð leggjast að hafa frumkvæði að því, annaðhvort með eigin aðgerðum eða tillögum um þær til annarra ráðherra, að innan stjórnkerfisins væri unnin heildstæð og fagleg greining á fjárhagslegri áhættu sem ríkið stóð frammi fyrir vegna hættu á fjármálaáfalli.
 • Fyrir að hafa ekki beitt sér fyrir virkum aðgerðum af hálfu ríkisvaldsins til að draga úr stærð íslenska bankakerfisins með því til að mynda að stuðla að því að bankarnir minnkuðu efnahagsreikning sinn eða einhverjir þeirra flyttu höfuðstöðvar sínar úr landi.
 • Fyrir að hafa ekki fullvissað sig um að unnið væri með virkum hætti að flutningi Icesave- reikninga Landsbankans í Bretlandi yfir í dótturfélag og síðan leitað leiða til að stuðla að framgangi þessa með virkri aðkomu ríkisvaldsins.
Framangreind háttsemi þykir varða við b-lið 10. gr., sbr. 11. gr., laga nr. 4/1963, til vara við 141. gr. almennra hegningarlaga, nr. 19/1940, en til þrautavara við 141. gr., sbr. 20. gr., almennra hegningarlaga.

II.
 • Fyrir að hafa á framangreindu tímabili látið farast fyrir að framkvæma það sem fyrirskipað er í 17. gr. stjórnarskrár lýðveldisins um skyldu til að halda ráðherrafundi um mikilvæg stjórnarmálefni. Á þessu tímabili var lítið fjallað á ráðherrafundum um hinn yfirvofandi háska, ekki var fjallað formlega um hann á ráðherrafundum og ekkert skráð um þau efni á fundunum. Var þó sérstök ástæða til þess, einkum eftir fund hans, Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur og formanns stjórnar Seðlabankans 7. febrúar 2008 og í kjölfar yfirlýsingar til sænsku, dönsku og norsku seðlabankanna sem undirrituð var 15. maí 2008. Fjármálaráðherra átti ekki frumkvæði að formlegum ráðherrafundi um ástandið né heldur gaf hann ríkisstjórninni sérstaka skýrslu um vanda bankanna eða hugsanleg áhrif hans á íslenska ríkið.
Þykir þetta varða við c-lið 8. gr., sbr. 11. gr., laga nr. 4/1963, en til vara við 141. gr. almennra hegningarlaga.

Sjá nánar hér >>

Facebook%d bloggurum líkar þetta: