Hjörtur Hjartarson rakleiðis á þing

Gott fólk.

Ég býð mig fram til stjórnlagaþings. Þá ákvörðun tók ég fyrir um viku síðan. Fleiri en færri af vinum mínum og kunningjum virtust gera ráð fyrir sérstökum skýringum, ef ég ætlaði ekki að bjóða mig fram. Ég gat engar gefið. Í hugann komu aðeins þessar venjulegu efasemdir, hef ég tíma, peninga, þori ég, vil ég, get ég?

Ég mun keppa að því að ná kjöri eftir því sem ég get og kann. Fyrst og fremst verð ég þó að stóla á þau ykkar sem hafið trú á þeim meginsjónarmiðum sem ég hef haldið á lofti opinberlega árum saman, bæði í orði og verki. Þið eruð ekki endilega mörg sem hafið tekið eftir brambolti mínu, en fáein viðurkenningarorð frá ykkur hafa iðulega forðað því að kjarkur minn bilaði. – Ósk mín er sú að þið nefnið nafn mitt á næstu vikum og hvetjið vini og ættingja til að kynna sér sjónarmið mín. Og kjósa mig, auðvitað þann 27. nóvember.

Fyrir ykkur hin, sem vitið engin deili á mér, mun ég taka saman ágrip af pólitískri ævisögu minni. Vonandi kemst ég í það á næstu dögum.

Ég býð mig fram til stjórnlagaþings af því ég hef þá sannfæringu, að heilbrigt samfélag á Íslandi verði aðeins byggt upp með hreint borð og á nýjum grunni. Í því felst tvennt. Í fyrsta lagi afdráttarlaust uppgjör við hrunið. Í öðru lagi, að Íslendingar semji sér eigin stjórnarskrá. Stjórnlagaþingið er tækifæri sem við hreinlega verðum að færa okkur í nyt.

Raunveruleg þrískipting ríkisvalds, lýðræði og jafnrétti eru lykillinn að því að losa um skaðleg tök sérhagsmunaafla á íslensku samfélagi. Skýra þarf mörk framkvæmdavalds og löggjafarvalds og auka áhrif kjósenda. Þjóðin þarf sjálf að geta gripið inn í mál á hverjum tíma og varið mikilvægustu hagsmuni sína.
Þessi atriði mun ég skýra betur á næstu vikum.

Nánari upplýsingar verður að finna á facebook síðu minni og á þessu bloggi.

Baráttukveðjur,
Hjörtur Hjartarson

Facebook

Hjört Hjartarson á stjórnlagaþing

11 Responses to “Hjörtur Hjartarson rakleiðis á þing”


 1. 1 Jóhannes Laxdal október 17, 2010 kl. 15:51

  Styð þitt framboð og mun örugglega setja þig í topp 10 🙂

  Baráttukveðjur

 2. 2 Hjörtur Hjartarson október 17, 2010 kl. 16:00

  Gott að heyra, Jóhannes.
  Baráttukveðjur

 3. 3 aðalsteinn agnarsson október 17, 2010 kl. 16:19

  Vilt þú gefa þjóðinni, frjálsar handfæra veiðar ?

  • 4 Hjörtur Hjartarson október 17, 2010 kl. 20:26

   Sæll Aðalsteinn.

   Handfærarveiðar tengjast stjórnarskrármálum þannig að Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna telur kvótakerfið í núverandi mynd brjóta gegn mannréttindum. Ef þjóðin hefði haft tækifæri til þess að greiða atkvæði um þetta kerfi, þá sætum við ekki uppi með það jafn ósanngjarnt og það er. Endurskoðuð stjórnarskrá mun gera fólki kleift að framkalla þjóðaratkvæðagreiðslur, ef mín sjónarmið ná fram að ganga.

   Handfæraveiðar mætti gefa frjálsar með skilyrðum. Ef til vill væri rétt að skoða þær í ljósi eyðileggingar sem veiðar stórra togara valda. Ég hef verið á handfæraveiðum og það er sitt hvað handfæri og handfæri. Sumir handfærabátar eru mjög afkastamikil fiskiskip.

 4. 5 Margrét Rósa október 17, 2010 kl. 16:38

  Frábært, hef enn ekki rekist á neitt frá þér sem ég er ekki sammála. Mun agitera fyrir þér í mínu umhverfi.

 5. 7 Þór Saari október 17, 2010 kl. 21:08

  Sæll Hjörtur.
  Frábært framtak, gangi þér vel.

 6. 8 aðalsteinn agnarsson október 17, 2010 kl. 22:16

  Hjörtur, þú er FLOTTUR!!

 7. 10 Hans Kristján Árnason október 18, 2010 kl. 14:11

  Þú átt mitt atkvæði víst.

  Gangi þér allt í haginn.

  kv
  Hans Kristján

 8. 11 Hildur Helga Sigurðardóttir nóvember 6, 2010 kl. 15:09

  „Það vantar fólk eins og þig…“

  Baráttukveðjur,

  Hildur Helga


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: