Pólitísk spilling leiðir ávallt til vanhæfni

Í síðasta pistli var bent á að stjórnmálaflokkarnir hefðu slegið eign sinni á stofnanir almennings, samfélagsins. Nefnt var dæmi um skaða sem þessi þjófnaður flokkanna hefur í för með sér:

Til þess að íslenskur stjórnmálamaður eða embættismaður víki, þá þarf að sanna á hann brot, nánast eins og fyrir dómi. Engu skiptir þótt hann sé fullkomlega rúinn trausti. Honum verður ekki komið frá nema þá með gríðarlegum pólitískum þrýstingi frá almennum borgurum. Jafnvel beinum aðgerðum.

Í heilbrigðum samfélögum er gerð sú sjálfsagða krafa að heilindi stjórnmálamanna og embættismanna séu hafin yfir skynsamlegan vafa. Mistök einstaklinga eru ekki látin skaða tiltrú almennings á mikilvægustu embættum og stofnunum.

Þetta ofríki stjórnmálaflokkanna felur í sér viðhorf sem hefur verið lýst með þessum orðum: Ég á það, ég má það.

Í grunninn er þetta pólitísk spilling, en skaðinn felst ekki aðeins í því að trausti rúnir flokkshestar fái að draga virðingu stofnana samfélagsins niður. Spillingin nær frá upphafi til enda.

Pólitískar ráðningar eru svívirða útaf af fyrir sig. Það er svívirðilegt að fólk fái ekki notið hæfileika sinna, reynslu og menntunar vegna spillingar, að fólk sé ráðið í opinberar stöður vegna pólitískra tengsla, fyrst og fremst. Þeir sem ráðnir eru með þeim hætti geta reynist ágætlega, út af fyrir sig. Sá sem ráðinn er í stöðu vegna þess að hann er innundir í tilteknum flokki, hann veit hins vegar jafnvel og aðrir af hverju hann fékk stöðuna. Hann veit að frammistaða ræður ekki úrslitum. Hann kann að reynast metnaðarfullur í starfi en spillingin hvetur hann sannarlega ekki til þess, heldur þvert á móti. Í versta falli verður hann handbendi þeirra sem réðu hann. Ef hæfni ræður ekki úrslitum við ráðningar í mikilvægustu embætti og stöður hjá hinu opinbera, þá hlýtur almennt að stefna í óefni. Vanhæfni vindur upp á sig.

Ég gæti staðið í brú á skipi og jafnvel stýrt eftir kompás, alveg þar til eitthvað bjátaði á. Ég gæti verið slökkviliðsstjóri í Reykjavík meðan ekki kviknaði í. Seðlabanka Íslands gæti ég stjórnað með ekki lakari niðurstöðu en fyrrverandi formaður bankastjórnar.

Þegar litið er framhjá menntun, hæfileikum og reynslu, og vanhæfni safnast á alla pósta í mikilvægustu stofnunum landsins, þá er ekki von á góðu. Pólitísk spilling leiðir ávallt til vanhæfni og er ávísun á lakari lífskjör, misskiptingu og fátækt. – Ísland er skólabókardæmi þar um.

Þörf er á róttækum breytingum.

Facebook

5 Responses to “Pólitísk spilling leiðir ávallt til vanhæfni”


 1. 1 Hákon Jóhannesson september 5, 2010 kl. 13:18

  Spillt stjórnsýsla, er brot á mannréttindum fólks… fullyrðir Svanur Kristjánsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands í erindi sem hann flutti á Stjórnlagakaffi, 16. maí s.l.

  Merkilegt nokk, eða hvað ? Fjórflokksfélagar sem hafa ráðið hægri-vistri vanhæfa fjölskyldumeðlimi og einkavini síðustu áratugi viðast ekki gera sér grein fyrir þeim alvarlegu brotum sem þeir eru að fremja.

  Eru ekki til viðurlög við þessum afbrotum ?

 2. 2 Hjörtur Hjartarson september 5, 2010 kl. 14:49

  Ég held að það sé málið Hákon, stjórnmálaflokkarnir eru samgrónir spillingunni. Svo rækilega reyndar að þeir sjá ekki annað en það sé allt í stakasta lagi. Blindan er þó að mestu leyti áunnin. Stjórnmálaelítan vill ekki sjá. Í því sambandi vildi ég benda þér á sláandi dæmi:

  https://dagskammtur.wordpress.com/2010/04/02/vitavert-og-aunnið-sakleysi/

 3. 3 Alfred september 5, 2010 kl. 16:47

  Heyr heyr!!

 4. 4 Margrét september 5, 2010 kl. 23:16

  Íslenska samfélagið er allt á sömu bókina lært. Klíkusamfélagið er samofið öllu atvinnulífinu. Sem unglingur að flækjast á milli starfa þurfti ég að leita uppi kunningsskap til að láta mæla með mér. Til að geta þjálfað 5.flokk í íþróttahreyfingunni skilst mér að nauðsynlegt sé að vera FLokksbundinn. Það var ekki fyrr en að ég var orðin sérhæfð í iðngrein að ég þurfti ekki lengur að kalla til klíku. Það er ekki bara stjórnsýslan. Það er allt samfélagið.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: