Almenningur einn til varnar

Í heilbrigðum samfélögum er litið svo á að stjórnsýslan og opinberar stofnanir séu eign almennings, samfélagsins. Ekki á Íslandi. Hér hafa klíkur stjórnmálaflokkanna slegið eign sinni á allt heila klabbið. Þetta hefur ýmislegt í för með sér. Eitt dæmi:

Til þess að íslenskur stjórnmálamaður eða embættismaður víki, þá þarf að sanna á hann brot, nánast eins og fyrir dómi. Engu skiptir þótt hann sé fullkomlega rúinn trausti. Honum verður ekki komið frá nema þá með gríðarlegum pólitískum þrýstingi frá almennum borgurum. Jafnvel beinum aðgerðum.

Í heilbrigðum samfélögum er gerð sú sjálfsagða krafa að heilindi stjórnmálamanna og embættismanna séu hafin yfir skynsamlegan vafa. Mistök einstaklinga eru ekki látin skaða tiltrú almennings á mikilvægustu embættum og stofnunum.

Því miður er lítil von á breytingum í bráð. Krafa um pólitíska ábyrgð verður seint hávær meðal stjórnmálastéttar sem öll stendur höllum fæti.

Almenningur þarf sjálfur að verja stofnanir sínar.

Facebook

0 Responses to “Almenningur einn til varnar”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: