„Það eru mistök að kaupa ekki blómin“

Ég fór út í búð í morgun. Horfði lengi á brauðið dýra og tók síðan það ódýrasta úr hillunni. Þá ost og smjör, og svo stóð ég við kassann og beið. Tveir á undan mér og ein kona fyrir aftan mig í röðinni. Við hliðina á mér var standur með fötum sem geymdu blómvendi. Ég tók einn vönd úr fötunni og dáðist að honum um leið og ég skimaði eftir verðinu. Hætti við og setti blómvöndinn aftur í fötuna. Þá heyrðist í konunni fyrir aftan mig: „Það eru mistök að kaupa ekki blómin. Treystu mér.“ Ég þakkaði henni fyrir, borgaði blómvöndinn og matinn og gekk áleiðis heim.

Ég var kominn nokkur hundruð metra frá búðinni þegar strákurinn á kassanum kom hlaupandi upp að mér og sagði brosandi: „Þú gleymdir ostinum.“

Mér finnst gott fólk búa á Íslandi. Það á miklu betra skilið, og það getur gert miklu betur, en þeir duglausu og dáðlausu stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar sem hér hafa náð að einoka völdin. Landi og lýð til bölvunar.

Þegar ég kom heim, gaf ég Guðnýju minni blómvöndinn. Konan fyrir aftan mig í röðinni hafði rétt fyrir sér.

Gleðilegt sumar 🙂

Facebook

1 Response to “„Það eru mistök að kaupa ekki blómin“”


  1. 1 Elín Sigurðardóttir apríl 25, 2010 kl. 12:51

    Góður pistill. Gleðilegt sumar sömuleiðis.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: