Reglubræður

Magni Guðmundsson vildi einskis manns þý vera og var gæddur ýmsum öðrum eiginleikum sem sjaldgæfir eru á Íslandi. Hann flutti þarfa pistla í útvarpið á sinni tíð. Þessi tímabæru orð munu vera úr einum slíkum frá árinu 1968:

„Alþingismenn, sem hafa öðlast fasta ábúð á þingi, munu að sínu leyti minna hirða um þjóðarviljann. Þeir vita, að á hverju sem veltur, verða þeir kosnir á þing á ný samkvæmt lista, – að því tilskyldu auðvitað, að þeir sýni miðstjórn fylgispekt. Siglir í kjölfarið dvínandi áhugi á sjálfum þingstörfunum, enda gerist æ tíðara, að mál séu fengin sérfræðingum í hendur til afgreiðslu utan þingsala. Innbyrðis deila þingmenn helst um það, hverjir komist hverju sinni í stjórnarsamstarfið.

Þegar sömu menn úr andstöðuflokkunum sitja saman á þingbekkjum um langt skeið, bindast þeir með tímanum félagsböndum og verða eins konar reglubræður. Flokkalínur ruglast smátt og smátt, en sameiginleg og þá oft persónuleg hagsmunamál fá yfirhöndina (þó að einhverju pólitísku ryki sé til málamynda þyrlað upp fyrir kosningar). Með þessum hætti getur myndast hópur ráðamanna úr öllum flokkum, er æ standa saman. […] Að því rekur þá, að þeir verði ásamt nánasta umhverfi að sérstakri stétt, sem þjóðin fer að líta hornauga. Niðurstaðan er, að núverandi kosningakerfi og skipan mála er ekki lengur viðunandi fyrir hið háa Alþingi. Þörf er gagngerðrar endurskoðunar, og byggja verður á nýjum grunni.“

Ríkisútvarpið 1968
Magni Guðmundsson hagfræðingur

Kerfið sem dr. Magni lýsti keyrði íslenskt samfélag í þrot. Eigum við ekki að fara að ráðum hans?

Facebook

2 Responses to “Reglubræður”


  1. 1 Rósa Halldórsdóttir apríl 10, 2010 kl. 17:59

    Starfsmaður Alþingis hafði eftir ungum þingmanni árið 2007 að 5% mála væri ósamkomulag um á Alþingi. 95% væru allir sammála um. Þessi 5% voru fyrir fjölmiðla og einungis leikrit til að það sýndist eitthvað vera í gangi.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: