Vaknið! Steingrímur og Jóhanna

Efasemdir meðal almennings um að Ísland sé réttarríki eru stórhættulegar samfélaginu.

Ykkur, ríkisstjórninni sem þið farið fyrir, ber að leggja til við Alþingi að sett verði almenn lög um eignarhald á fyrirtækjum sem fá afskrifaðar milljarðaskuldir vegna efnahagshrunsins. Gera þarf almennar kröfur til eigenda þannig að þeir geti ekki aukið hlut sinn í fyrirtækjum sem fá afskrifaðar slíkar skuldaupphæðir, né heldur sæti þeir sakarannsókn vegna hrunsins.

Að draga slíka lagasetningu lengur en orðið er jaðrar við vanrækslu. Hættið að skýla ykkur á bakvið bankana. Hættið að spila upp í hendurnar á Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki. Hrunflokkunum. Gerið það sem almenningur ætlast til af ykkur.  Vaknið!

Hafið hugfast:

Ekki er hægt að keyra lýðræðisríki jafnherfilega í þrot og gert var á Íslandi nema með stjórnarandstöðu sem bregst hlutverki sínu. Við hrunið hefði öll hin íslenska stjórnmálastétt átt að biðja þjóðina afsökunar og víkja til hliðar fyrir utanþingsstjórn, neyðarstjórn. Það varð því miður ekki, en þeim mun ríkari er skylda ykkar nú.

Gylfi ætti að hugleiða ásamt fjármálaráðherra, Steingrími J. Sigfússyni, að setja almenn lög og reglur um eignarhald á fyrirtækjum sem fá afskrifaðar skuldir. Gera þarf almennar kröfur til eigenda um að þeir geti ekki aukið hlut sinn í fyrirtækjum sem fá afskrifaðar skuldir, né heldur sæti þeir sakarannsókn vegna hrunsins.

Facebook

2 Responses to “Vaknið! Steingrímur og Jóhanna”


 1. 1 Jón Dan mars 20, 2010 kl. 01:09

  Heill Hjörtur.

  Það er afar ánægjulegt að sjá fólk skrifa af skynsemi og undir nafni. Ég er þér allavega sammála um það, að margvísleg lög hefði átt að setja fyrir löngu.

  Núna skilst mér t.d. að eigi að „keyra gegnum þingið“ lög um kyrrsetningu eigna. Og svo merkilega vill til að einmitt í gær og í dag gufuðu flestar þessar eignir upp.

  Hvort á maður eiginlega að gráta eða hlæja?

  Jón Dan

 2. 2 Hjörtur Hjartarson mars 20, 2010 kl. 12:31

  Sæll Jón Dan.
  Já, sjálfur hef ég furðað mig á verklagi ríkisstjórnarinnar í sambandi við kyrrsetningarlögin. Skattstjóri lýsir því hvernig verið sé að skjóta eignum undan og á sama tíma er gefin út viðvörun til þjófanna um að lagasetning sé yfirvofandi til að stöðva undanskotin.

  Síðan er það sjálfstætt hneyksli að þessi lög skuli ekki enn hafa verið sett.

  Ekki veit ég hve lengi fólk ætlar að líta undan og þykjast ekki sjá.


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: