Leki úr rannsóknarskýrslu – Draumalandið

Samfélagið mótast af hugmyndum manna, til góðs eða ills. Frétt sem birtist í breska blaðinu Financial Times þann 7. apríl 1998 er meðal gagna sem rannsóknarnefnd Alþingis styðst við til að leiða fram ástæður efnahagshrunsins á Íslandi. Fréttin er skrifuð af Tim Burt, en þar lýsir þáverandi forsætisráðherra Íslands draumsýn sinni um landið okkar.

Fyrirsögn fréttarinnar ýkir ekki innihaldið:

„Iceland warms to offshore banking: PM wants country to emulate Luxembourg and Switzerland“

„David Oddsson has a grand plan for Iceland. If the prime minister of Europe’s most sparsely populated country gets his way, the volcanic North Atlantic island would become a centre for offshore banking.

Mr Oddsson – facing re-election next year – has ordered a study into how the country could emulate Luxembourg and Switzerland as a „safe haven“ for depositors who value secrecy.“

Ennfremur segir í fréttinni:

„The prime minister claims the proposal has serious merit. „Switzerland has shown the benefits of having such a banking system,“ he says. And he predicts that Iceland could be the unlikely beneficiary of European Union attempts to harmonise banking regulations in Luxembourg.

Transforming Reykjavik into a financial centre may take some time, given that the country boasts only four commercial banks. But for the government it represents one of more ambitious attempts to diversify an economy that, for centuries, has drawn its income from the sea. „Icelandic politicians have been talking for 30 years about making the economy more flexible. But when you look at what has been achieved, almost nothing has succeeded,“ according to Mr Oddsson.“

Ekki þvældist lítillætið fyrir forsætisráðherranum. Engu að síður dró Mr Oddsson í land tveimur dögum síðar í frétt sem birtist í Morgunblaðinu, en bara örlítið: Hann sagði rangt að tala um beinar áætlanir. „“Kostir þess að setja upp fjármálamiðstöð hér voru hins vegar kannaðir á sínum tíma og blaðamanninum var sagt frá því,“ sagði Davíð.“

Samt var augljóst að hverju var stefnt. Stjórnarfrumvarp um „Offshore Trading Center“ var lagt fram strax í janúar árið eftir, það er 1999.

Íslenskur hagfræðingur lét skjalaþýðanda snara athugasemd forsætisráðherrans úr Morgunblaðinu yfir á ensku og sendi Financial Times. Höfundur fréttarinnar, Tim Burt, hafði í framhaldi af því samband við hagfræðinginn, og var ósáttur. Hann sagði eitthvað á þá leið að forsætisráðherra Íslands segði sig ljúga, og hann vissi svo sem ekki hvað hann ætti að gera með það. Hins vegar vildi blaðamaðurinn vita hvað hagfræðingnum fyndist um innihald fréttarinnar, það er hverju hann teldi að forsætisráðherrann væri að lýsa. Síðan las hann upp úr frétt sinni í Financial Times og innti hagfræðinginn enn álits. Sá sagði að lýsing forsætisráðherra gæti átt við um peningaþvætti. Tim Burt sagði að sér hefði raunar fundist það líka, þótt hann hefði ekki notað það orð í fréttinni.

Hugmyndir þessar er nætækt skoða í ljósi samskonar oflætis- og dellu-hugmynda sem síðar voru settar á blað, eins og þeirrar að gera Ísland að ríkasta landi í heimi. Í bók Hannesar H. Gissurarsonar frá árinu 2001 er einmitt fjallað um það þjóðráð. Í vinsamlegum dómi um bókina sagði:

„Næstsíðustu tveimur köflum bókarinnar er varið til þess að skoða annars vegar fordæmi Lúxemborgar og Írlands og hins vegar sjö lítilla eylanda, en öll hafa þau tekið sér fram um að opna fyrir erlent fjármagn og fyrirtæki og stofna til fjárhælis fyrir eigendur hvaðanæva að úr heiminum. Slík fjárhæli hafa verið fjáreigendum til margra hluta nytsamleg: til að firra þá opinberum afskiptum og tryggja hámarks arðsemi, komast hjá skattbyrði heimalands og jafnvel til að koma illa fengnu fé undan armi laganna.“

Martraðarkenndar verða þessar hugmyndirnar síðan þegar þær eru skoðaðar í ljósi einkavæðingar bankanna, fullyrðinga um mafíutengsl íslenskra bankaeigenda og orðróms um peningaþvætti.

——————-

Fréttin úr Financial Times: http://proquest.umi.com/pqdweb?did=28448890&sid=1&Fmt=3&clientId=58032&RQT=309&VName=PQD

Frétt í mbl. um fréttina í FT: http://mbl.is/mm/gagnasafn/grein.html?grein_id=393289

Stjórnarfrumvarp um Offshore Trading Center: http://www.althingi.is/dba-bin/ferill.pl?ltg=123&mnr=414

Welt Am Sonntag um meint mafíutengsl stærsta eiganda Landsbanka Íslands: http://www.novinite.com/view_news.php?id=57609

Beresovskí um peningaþvætti: http://www.mbl.is/mm/frettir/erlent/2009/02/12/segir_russa_hafa_keypt_island/

Sjá einnig stórmerkilegt viðtal við William K Black í Silfri Egils: http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/video/7930

Facebook

1 Response to “Leki úr rannsóknarskýrslu – Draumalandið”


  1. 1 Hildur Helga Sigurðardóttir apríl 1, 2010 kl. 07:00

    Hjörtur; Það eru grensur !


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: