Spekingar spjalla í Kastljósi

Horfið á Kastljós kvöldsins. Ég fékk kast. Þar ræddust við Magnús Orri alþingismaður og Tryggvi Þór, fyrrum efnahagsráðgjafi Geirs Haarde og wannabe prófessor Björgólfs Guðmundssonar í viðskiptafræðum við Háskóla Íslands. Báðir leggja mikla áherslu á aukið gagnsæi, það þurfi að bæta í bönkunum. Kýla það í gegn eins fljótt og verða má. 🙂

Tryggvi er mikill sérfræðingur um siðferði en sérstaklega þó um réttarríki. Þeir Magnús Orri, þegar þeir setja lög, þá hafa þeir þau aldrei afturvirk, segir Tryggvi. Nei nei.

Það sem Tryggvi ekki skilur og Magnús Orri ekki heldur er, að það má setja almennar reglur og lög (og hefði átt að gera fyrir löngu) t.d. um það að menn sem sæta rannsókn í sambandi við hrunið geti ekki eignast eða aukið hlut sinn í fjármálafyrirtækjum. Ekki fyrr en þeir hafa verið hreinsaðir af grun, sýknaðir eða tekið út refsingu. Eitthvað í þessa áttina. Neyðarlög mætti kalla slík lög, því á Íslandi ríkir neyðarástand.

Við erum að tala um meinta fjárglæframenn sem settu landið á hausinn og hafa sett líf þúsunda íslenskra fjölskyldna úr skorðum. Réttindi fólks til ýmissa gæða eru takmörkuð af minna tilefni. Maður fær t.d. hvorki bílpróf né byssuleyfi nema staða manns í samfélaginu uppfylli tiltekin skilyrði.

Böndin berast  enn að vanhæfri ríkisstjórn og Alþingi sem er rúið trausti. Til hvers er þessi orðaflaumur óbreyttra þingmanna ætlaður?

Almenningur á að láta finna fyrir sér. Taka málin í sínar hendur. Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna mun ekki rumska fyrr, ef þá nokkurn tímann.

Facebook

2 Responses to “Spekingar spjalla í Kastljósi”


  1. 1 Jóhannes Laxdal febrúar 25, 2010 kl. 21:25

    Magnús er dæmigerður populisti. Og oftar en ekki getur hann ekki komið því útúr sér sem hann er að hugsa á skiljanlegu máli.
    Tryggvi er náttúrulega bara siðblindur bjáni. Það er ekkert hægt að orða það öðruvísi. Ég hefði bent honum á að það er alveg hægt að setja lög sem útiloka þá sem skilja eftir sig gjaldþrota félög að fá niðurfellingar eða aðra fyrirgreiðslu í fjármálastofnunum á Íslandi og útiloka þá frá því að eiga eða reka fyrirtæki hér. Lög sem myndi setja þessa menn í sömu stöðu og þá sem fara í persónulegt gjaldþrot. Og ég myndi setja lög sem taka á eigendum og stjórnendum einkahlutafélaga sem eru rekin utanum skuldir sem aldrei er ætlunin að borga. Það eru fjöldi slíkra félaga starfandi hér á landi og það er púra lögleysa. Og ég hefði í framhjáhlaupi bent Tryggva á að það væri líka hægt að setja siðareglur sem skylda alþingismenn til að segja af sér ef upp koma ásakanir á hendur þeim um lögbrot eða aðra spillingu. Þá myndi maður losna við að hlusta á þessa bullumræðu í siðblindu hrunliðinu

  2. 2 Rakel Sigurgeirsdóttir febrúar 27, 2010 kl. 00:55

    Eins og þín er von og vísa er greining þín á þessum einræðum beggja bæði beinskeytt og meinhæðinn! Takk fyrir dagskammtinn:-)


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: