„Forsætisráðherra segir óeðlilegt ef þeir sem stóðu að útrásinni fái sérstaka fyrirgreiðslu og afskriftir í bankakerfinu áður en niðurstaða sé fengin í rannsókn bankahrunsins. Eftirlitsnefnd, Bankasýslan og bankastjórnir eigi að sjá til þess að jafnræði ríki.“
Forsætisráðherra finnst líka að Björgólfur Thor og Ólafur Ólafsson eigi að halda sig til hlés.
En ef þeir gera það ekki? Og hvað ef eftirlitsnefndin, Bankasýslan og bankastjórnirnar láta gott heita að endurreisa hamfarakapítalistana sem óðu á skítugum skónum yfir samfélagið? Hvað ber forsætisráðherra landsins þá að gera?
Vera agndofa?
Og hvað ef aðrir ráðherrar í ríkisstjórn eru í óða önn að semja við umrædda menn um frekari viðskipti og skattaívilnanir?
Heilög Jóhanna er eins og litlu börnin sem setja upp skeifu,
og fara í fýlu, tala ekki við hina, með fýlunni á svo að fá það sem hún vill. Eldgamalt hundleiðinlegt apparat. burtu með þetta
Það eru hreinar línur að það er sama fólkið að stjórna bak við tjöldin og fyrir hrun. Algjörlega ónýtt stjórnkerfi.
Held að okkar eina leið til að losna undan þessu einræði 4flokksins sé bylting með kröfu um róttækt beint lýðræði.
Byltingin tókst í bláfátæku héraði í Mexíkó. Hún ætti svo sannarlega að takast hér líka og betur.
Skildulesning um beint lýðræði hér!
http://flag.blackened.net/revolt/andrew/zap_asr.html