Agndofa ríkisstjórn

Í fréttum Stöðvar tvö nýlega var haft eftir Ásmundi Stefánssyni, bankastjóra Landsbankans, að smærri eignir, eignir einstaklinga sem bankinn yfirtæki, væru ekki auglýstar á vef bankans. Það væri gert af tillitsemi við fyrrum eigendur, og ekki stæði til að breyta því fyrirkomulagi. Ekki einu sinni þótt það gæti orðið til þess að eyða tortryggni og grunsemdum um að eignirnar stæðu ekki öllum jafnt til boða. Svo mikil er tillitssemin við fólk sem bankinn hirðir af aleiguna.

Ásmundur má alveg hafa sínar furðulegu hugmyndir, en Landsbankinn er ríkisbanki. Bankinn er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar þegar allt kemur til alls. Ætlar alltuppáborðið-ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna að láta þetta gott heita? Eða er stjórnin kannski agndofa?

Í viðtali við Kastljós fyrr í vikunni sagðist Jóhanna standa agndofa, eins og aðrir landsmenn, yfir því að ríkisstjórn hennar hygðist greiða fyrir frekari umsvifum Björgólfs Thors Björgólfssonar í íslensku viðskiptalífi. Líka yfir því að verið væri að færa Ólafi Ólafssyni Samskip í hendur að nýju.

Er nóg að ríkisstjórnin sé agndofa?

Facebook

2 Responses to “Agndofa ríkisstjórn”


  1. 1 Magga febrúar 5, 2010 kl. 06:40

    Ríkisstjórnir á Íslandi kunna bara að vera í vasanum á banka- og viðskiptalífinu. Sama hvaða flokkar. Fjórflokkur er eins og einn flokkur.

  2. 2 Elín Sigurðardóttir febrúar 8, 2010 kl. 13:48

    Sama má segja um borgarstjórn. Ólafur F. Magnússon virðist vera sá eini sem þar er í lagi.

    http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/olafur-f.-a-borgarstjornarfundi-hanna-birna-setti-sal-sina-ad-vedi-fyrir-landsbankann


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: