Icesave-samningar á nýjum grunni

Samningaumleitanir Íslendinga, Breta og Hollendinga eru hafnar að nýju. Í því felast tækifæri sem íslensk stjórnvöld verða að nýta.

Samningsmarkmið ríkisstjórnarinnar þurfa að byggja á þeirri grundvallarforsendu að samið verði á nýjum grunni, þannig að tekið verði tillit til eftirfarandi:

  • Meðábyrgð hollenskra og breskra stjórnvalda, og meðábyrgð ESB (Draga þarf ESB að samningaborðinu með öllum ráðum, e.t.v. með því að fá milligöngumann frá sambandinu.)
  • Greiðslur Íslendinga verði innan siðlegra marka

Það sem veikir samningsstöðu íslenskra stjórnvalda mest er panik-samþykkt Alþingis í tíð ríkisstjórnar Geirs Haarde og Sjálfstæðisflokksins frá 5. desember 2008, þar sem „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum.“ Af sama toga er viljayfirlýsing AGS og íslenskra stjórnvalda, undirrituð af Davíð Oddssyni og Árna Mathiesen 15. nóvember 2008.

Í hvorugu felst þó að Íslendingar beri einir alla ábyrgð. Lagalegar forsendur fyrir ríkisábyrgð eru ekki fyrir hendi og aðeins hæpnar lagalegar forsendur fyrir skuldinni sjálfri. Ef til vill má líka segja að almenningur á Íslandi hafi ómerkt þessi afglöp stjórnvalda með því að reka af höndum sér bæði ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og seðlabankastjórann. Og nú síðast með því að knýja fram þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina. Að minnsta kosti verða afglöpin ómerkt eftir að ríkisábyrgðin hefur verið felld í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Til að ná árangri í komandi samningaviðræðum þarf að vera fyrir hendi einarður vilji innan ríkisstjórnarinnar og útsjónarsemi. Stjórnin hefur hálfvolgan stuðning almennings vegna þess að ekkert betra er boði. Lánist ríkisstjórninni að rífa samningana úr því fari sem þeir eru í og semja á siðlegri og sanngjarnari grunni, þá hefur hún jafnframt borgið lífi sínu. Að öðrum kosti er stjórnin búin að vera. Andlitslyfting núverandi samninga dugir ekki til.

Facebook

0 Responses to “Icesave-samningar á nýjum grunni”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: