Icesave og siðferði

Fullyrðingin um að Íslendingar beri siðferðilega ábyrgð á icesave-hneykslinu er vafasöm. En út frá því vilja margir réttlæta fyrirliggjandi icesave-samninga og lög um ríkisábyrgð.

 • Lagalegar forsendur fyrir ríkisábyrgð eru ekki fyrir hendi og aðeins hæpnar lagalegar forsendur fyrir skuldinni sjálfri.
 • Algjörlega er litið framhjá mögulegri ábyrgð Hollendinga og Breta, og ekkert mið er tekið af hugsanlega gölluðu regluverki ESB eða yfirlýstum pólitískum markmiðum sambandsins.
 • Engin dyggð felst í því að ábyrgjast borgun sem maður hefur enga hugmynd um hvort maður geti innt af hendi, eða hvort einhver annar þarf að standa við hana. Þvert á móti.
 • Engin dyggð felst í því að tálga íslenskt samfélag inn að beini á ofantöldum forsendum. Þvert á móti. Það er í senn ábyrgðarlaust og ósiðlegt.

Ef rétt er að samþykkja ríkisábyrgðina á grundvelli fyrirliggjandi samninga, þá er það ekki af siðferðilegum ástæðum.

Síðan er mál útaf fyrir sig, en samt óaðskiljanlegt icesave, að stærstu gerendur í hneykslinu virðast eiga að komast upp með þessa „bankastarfsemi“ sína refsilaust. Ríkisstjórn Íslands er meiraðsegja svo firrt að hún hyggst greiða fyrir frekari umsvifum fyrrum stærsta eiganda Landsbanka Íslands hf. með skattaívilnunum. Og ekki stefnir í að stjórnmálamenn verði dregnir til siðferðilegrar eða lagalegrar ábyrgðar. Íslenskur almenningur er einn gerður ábyrgur. Það er siðlaust.

Ábyrgð íslenskra kjósenda á gjörðum stjórnmálamanna er skemmtilegast að skoða í samhengi við þjóðaratkvæðagreiðsluna. Meira um það síðar.

Facebook

1 Response to “Icesave og siðferði”


 1. 1 Sveinn Tryggvason mars 7, 2010 kl. 00:51

  Sammála þér.

  Málflutningurinn um siðferðilega ábyrgð Íslendinga og réttlætingin fyrir Icesave-samningunum á byggir auk þess á forkastanlegri hugmynd um “sameiginlega refsingu” (e. collective punishment) sem þykir ekki forsvaranleg í grunnskólum landsins og hefur verið bönnuð í milliríkjadeilum skv. 4. gr. Genfarsáttmálans.

  Auk þess býður siðferismat mitt alls ekki upp á að taka þátt í að viðhalda fölsku trausti á gjaldþrota kerfi með því að samþykkja Icesave yfirhöfuð.

  Um þetta og fleira skrifa ég í pistli mínum Að tryggja innistæðulaust traust

  http://bit.ly/bto465


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: