Ólafur Ragnar bjargaði ríkisstjórninni

Margir fórnuðu höndum þegar forseti Íslands synjaði icesave-lögunum staðfestingar. Töldu ekki aðeins að það setti hér allt í kaldakol, heldur væri synjunin  fjandsamleg ríkisstjórninni. Það var óraunsætt mat.  Hefði icesave-lögunum verið troðið ofan í kokið á almenningi, með því fororði að hann bæri ábyrgð á öllu heila klabbinu, væri það ávísun á vandræði. Á þetta var bent þegar skorað var á forsetann í sumar að vísa málinu til þjóðarinnar:
„[…]  engin ríkisstjórnin mun komast heil frá því að sniðganga almenning í málinu, að almenningi verði skipað að axla byrðarnar og þegja. Hér yrði ólíft fyrir klögumálum og svikabrigslum og samfélagið ekki til stórræðanna.“
http://vefblod.visir.is/index.php?s=3281&p=78198

Soðið hefði upp úr á Íslandi í febrúar, mars eða apríl,  ef forsetinn hefði staðfest lögin. Þjóðaratkvæðagreiðslan hefur gefið landsmönnum raunhæfa von um sanngjarnari lyktir icesave-hneykslisins, og létt á spennunni.  Ólafur Ragnar bjargaði lífi ríkisstjórnarinnar með því að skjóta málinu til þjóðarinnar. Synjunin dregur einnig úr líkum á uppþotum.

Þá hefur synjunin opnað dyr sem ríkisstjórninni ber að notfæra sér. Augljós kostur er að draga ESB að samningaborðinu. Icesave varðar innri markaðinn, og það er himinhrópandi mótsögn að samningarnir líti út eins og tvíhliða milliríkjasamningar. Milli Íslendinga og Hollendinga, annars vegar, og Íslendinga og Breta hins vegar.

Facebook

0 Responses to “Ólafur Ragnar bjargaði ríkisstjórninni”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: