Þjóðfélagslegt réttlæti eða uppreisn

Nú styttist í að forseti Íslands mundi pennann og skrifi undir ríkisábyrgð vegna icesave-hneykslisins. Þar með er skaðanum af alþjóðlegri glæpastarfsemi Landsbanka Íslands hf. velt yfir á íslenskan almenning. Banka sem fyrrum forsætisráðherra landsins færði  þekktum fjárglæframönnum til að tryggja hagsmuni flokks síns og klíkubræðra. Niðurstaðan er rökrétt að því leyti að starfsemi bankans fór fram í skjóli íslenskra stjórnvalda og innan regluverks Evrópusambandsins, sem stjórnvöld höfðu gengist undir.  – Gott og vel.

Það sem ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs verður að átta sig á, er eftirfarandi:
Stjórvöld munu ekki komast upp með að velta óréttlátum byrðum yfir á almenning og samtímis bjóða velkomna og veita skattaafslátt þeim sem ættu með réttu að axla byrðarnar, og hafa auk þess stórskaðað samfélagið. Gera þarf upp við hrunið með allt öðrum hætti en ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar virðist stefna að. Lífsspursmál fyrir stjórnina er að tala skýrt og ganga rösklega til verks. Er ríkisstjórnin fær um það?

Nái ekkert réttlæti fram að ganga í sambandi við icesave-hneykslið, verður uppreisn á Íslandi. Vonandi.

Facebook

0 Responses to “Þjóðfélagslegt réttlæti eða uppreisn”  1. Færðu inn athugasemd

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: