Utanþingsstjórn, neyðarstjórn

Koma þarf á neyðarstjórn* á Íslandi, stjórn sem nýtur trausts almennings og umheimsins. Stjórnmálaflokkarnir og stjórnmálamenn njóta hvorugs, heldur búa við megna tortryggni og andúð. Sama er að segja um stjórnsýslu landsins. Hið pólitíska kerfi er komið í þrot og ræður ekki við brýnustu úrlausnarefni þjóðarinnar.

Neyðarstjórnin þarf að fá afmarkaðan tíma til þess að vinna að eftirfarandi verkefnum:

1. Neyðarráðstöfunum í efnahagsmálum

2. Rannsókn á efnahagshruninu

3. Endurskipulagningu stjórnsýslunnar

4. Stjórnlagaþingi

Neyðarstjórn verður skipuð fólki utan þings og nýtur almennrar virðingar og trausts meðal þjóðarinnar. Stjórnin mun fá til liðs við sig færustu sérfræðinga innan lands og utan.

Þegar stjórnlagaþing hefur skilað af sér drögum að nýrri stjórnarskrá, verða þau borin undir þjóðina til samþykktar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Samþykki þjóðin drögin verður stofnað nýtt lýðveldi á grundvelli nýrrar stjórnarskrár og boðað til alþingiskosninga.

Tímabært er að snúa baki við gömlu, úrsérgengnu stjórnmálakerfi og reisa kröfuna um utanþingsstjórn. Fulltrúar á Alþingi þurfa að þekkja sinn vitjunartíma og verja slíka stjórn falli.

* Neyðarstjórn almennings er utanþingsstjórn sem forseti Íslands skipar og meirihluti Alþingis sættir sig við.

Facebook

10 Responses to “Utanþingsstjórn, neyðarstjórn”


 1. 1 Elín Sigurðardóttir janúar 4, 2010 kl. 13:13

  Á forseti sem er algerlega rúinn trausti að skipa neyðarstjórnina? Væri ekki nær að sá forseti sem nýtur trausts og virðingar þjóðarinnar – Vigdís Finnbogadóttir – skipi stjórnina?

 2. 2 Hjörtur Hjartarson janúar 4, 2010 kl. 13:19

  Forseti yrði að skipa stjórnina. Önnur leið er ekki fær. Forsetinn getur ekki skipað vini sína, ef það er áhyggjuefnið. Hann verður að horfast í augu við vantraust almennings líkt og alþingismenn.

 3. 3 Elín Sigurðardóttir janúar 4, 2010 kl. 13:28

  Ef um neyð er að ræða þá verður að gera undantekningu. Liðsmenn KR munu aldrei sætta sig við fyrirliða Fram sem alvald á vellinum. Til verksins þarf að fá einhvern sem hefur aldrei komið nálægt bolta.

 4. 4 Héðinn Björnsson janúar 5, 2010 kl. 12:15

  Sýndu mér að þú getir mannað ríkisstjórn af fólki sem nýtur trausts almennings og umheimsins. Eða ekki ætlar þú að hafa Vigdísi eina í ríkisstjórn, eða hvað?

 5. 5 Hjörtur Hjartarson janúar 5, 2010 kl. 14:10

  Að kynna og afla stuðnings hugmyndinni um utanþingsstjórn er fyrsta vers. Að finna fjögur til fimm ráðherraefni verður ekki vandamál. Finna má fólk sem ef til vill er ekki heimsþekkt á íslandi en nýtur traust virðingar sem flesta stjórnmálamenn skortir. Gylfi og Ragna hafa t.d. bjargað andliti ríkisstjórnarinnar. bókstaflega.

  Vigdís yrði tæplega ráðherra.

 6. 6 Ólafur Engilbertsson janúar 14, 2010 kl. 09:44

  Mér finnst mestu skipta að aðskilja löggjafarvald og framkvæmdavald þannig að ráðherrar séu ekki jafnframt þingmenn. Ef þingmaður verður ráðherra afsali hann sér þingmennsku. Tel rétt að þetta sé einfaldlega svipað og í fyrirtæki þar sem framkvæmdastjóri situr ekki í stjórn. Við núverandi aðstæður er nauðsynlegt að rífa pólitíkina upp úr sandkassanum. Stjórnmálamenn eru rúnir trausti eftir hrunið og Icesave klúðrið bætir ekki úr skák. Í fyrsta lagi mætti draga úr kjördæmapólitík með því að gera landið að einu kjördæmi. Í öðru lagi lögleiða persónukjör hjá öllum flokkum í öllum kosningum. Í þriðja lagi afnema styrki til stjórnmálaflokka.

 7. 7 Hjörtur Hjartarson janúar 14, 2010 kl. 10:01

  Stjórnlagaþing myndi geta bætt úr mörgu. Raunalegt er að sjá örlög þess kosningaloforðs í höndum ríkisstjórnar Samfylkingar og Vg. Sama á við um persónukjör. Hvoru máli um sig hefur stjórnin hummað fram af sér í tvígang.

 8. 8 Ásthildur Cesil Þórðardóttir janúar 28, 2010 kl. 00:04

  Já er það ekki dæmigert fyrir íslendinga að geta ekki einu sinni komið sér saman um að það sé nauðsyn í stöðunni að skipa utanþingsstjórn, sem er nauðsynlegra en nokkuð annað. Nei þá á að fara að fletta upp í kommum og punktum. Vona að okkur sé viðbjargandi en sú von dofnar dag frá degi.

 9. 9 Rakel Sigurgeirsdóttir febrúar 6, 2010 kl. 13:49

  Ég vona að þessi dropi verði að stöðuvatni! Ég vona líka að þú skiljir að ég er að taka undir með þér:-)


 1. 1 Vaknið! Steingrímur og Jóhanna « Undir hlöðuvegg Bakvísun við mars 19, 2010 kl. 09:08

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: