Bætt siðferði þingmanna sparar hundruð milljóna

Eftirfarandi tillögur voru sendar alþingismönnum  í von um að þær þættu  viðeigandi  í fjárlögum fyrir árið 2010, komandi nýtt ár og nýtt Ísland:

„Ágætu þingmenn.

Ég vildi nefna þrjár tillögur sem gætu í senn sparað tugi milljóna árlega og orðið lagabót og siðbót:

a) Afnema 50% álag á þingfararkaup formanna stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi og ekki eru jafnframt ráðherrar.

Álagið má rekja til frumvarps um eftirlaun sem samþykkt var á Alþingi í desember árið 2003. Þessi ríflega launauppbót stenst tæplega lög, og kemur tvennt til: Í fyrsta lagi er ekki lagaheimild fyrir því að þingmenn hlutist til um eigin launakjör. Lög kveða beinlínis á um annað. Í öðru lagi er það Alþingi óviðkomandi hvort  þingmaður gegnir trúnaðarstarfi í stjórnmálasamtökum eða ekki. Að sama skapi er óeðlilegt að Alþingi hljóti af því kostnað. Líklegt er einnig að með þessu sé stjórnmálsamtökum mismunað.

b) Alþingi hætti að kosta aðstoðarmenn fyrir formenn stjórnmálaflokka sem sæti eiga á Alþingi.

Rökin fyrir þessu eru sama eðlis og í lið a). Alþingi varðar ekki hvort þingmaður gegni tilteknu embætti í stjórnmálaflokki. Ef formaður stjórnmálaflokks hefur sérstakan aðstoðarmann, er eðlilegt að flokkurinn beri sjálfur kostnað af því. Ekki Alþingi.

c) Enginn njóti hér eftir ávinnings af því kerfi mismununar og forréttinda sem var við lýði í lífeyrismálum þingmanna, ráðherra, hæstaréttardómara og forseta Íslands.

Eftir að forréttindakerfið var afnumið, í byrjun þessa árs, hefði verið eðlilegt að ganga þannig frá málum að enginn nyti frá þeim tíma ávinnings af mismununinni. Siðferðilega er hæpið að þingmenn og ráðherrar og embættismenn hagnist á kerfi sem var afnumið vegna þess að það þótti óréttlátt. Lagalega er heldur ekkert því til fyrirstöðu að færa þetta í rétt horf. Þeir sem efast um það, eða vilja njóta ávaxtanna af gamla forréttindakerfinu þegar þeir hefja töku eftirlauna, geta hæglega fengið skorið úr um rétt sinn fyrir dómstólum.

Stjórnmálaflokkar eru ekki hluti af stjórnskipuninni og alls ekki hluti Alþingis. Því miður virðist sem flokkarnir hafi hneigst til líta á sig sem órjúfanlegan hluta af ríkinu. Við því þarf að bregðast. Einboðið er að lagfæra það sem nefnt er í lið a) og b). Siðferðilega væri einnig rétt að taka á því sem nefnt er í lið c). Það sem sparast mætti nota til að milda þann heiftarlega niðurskurð á almannaþjónustu sem landsmenn þurfa nú að þola vegna mistaka við stjórn landsins.

Kveðja,

Hjörtur Hjartarson“

Ekki reyndist stemming fyrir þessu. Til nánari útskýringar á lið a), þá var í umræddu eftirlaunafrumvarpi (sem eðli málsins samkvæmt fjallaði um eftirlaun) ein eftirtektarverð grein sem kom eftirlaunum ekki nokkurn skapaðan hlut við. Hún var svona:

„23. gr.
Breyting á lögum nr. 88/1995, um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, með síðari breytingum. Eftirfarandi breytingar verða á lögum nr. 88/1995, um þingfararkaup alþingismanna og þingfararkostnað, með síðari breytingum:

a.      3. gr. laganna orðast svo:
Varaforsetar Alþingis fá greitt 15% álag á þingfararkaup. Þeir alþingismenn, sem eru formenn stjórnmálaflokka, sem hlotið hafa a.m.k. þrjá þingmenn kjörna, og eru ekki jafnframt ráðherrar, fá greitt 50% álag á þingfararkaup. Formenn þingnefnda, sbr. 13. gr. þingskapa, og formenn þingflokka fá greitt 15% álag á þingfararkaup. Enn fremur er heimilt að greiða formanni sérnefndar, sbr. 32. gr. þingskapa, svo og varaformanni fastanefndar, sambærilegt álag eða hluta þess ef sérstök ástæða er til. […].“

Tuttugustu og þriðju grein nefndi ég á sínum tíma mútuákvæði frumvarpsins og tel að mér hafi ratast satt á munn.

Fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, sagði fyrir skömmu að hann væri reiðubúinn að færa persónulegar fórnir ef það mætti verða til þess að bæta efnahagslega stöðu landsins. Það er alveg óþarfi. Enginn gerir heldur kröfu um að frammámenn deyi á krossi, eins og ætla mætti af hugarórum fyrrum formanns Sjálfstæðisflokksins. Krafan er aðeins sú að þeir sem taka að sér að gæta almannahagsmuna, hagi sér eins og menn. Rísi undir ábyrgð.  Það gerist ekki af sjálfu sér, og því verður ekki komið í kring með því að græða á daginn og grilla á kvöldin. En hugsanlega með bloggi 🙂

Facebook

2 Responses to “Bætt siðferði þingmanna sparar hundruð milljóna”


  1. 1 Rán desember 24, 2009 kl. 13:32

    Frábært blogg, haltu áfram!

  2. 2 Hjörtur Hjartarson desember 25, 2009 kl. 00:32

    Kærar þakkir. Gleðileg jól 🙂


Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: